Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1547735726.68

  Fagfræði, matseðlafræði
  FFMF4IB05
  2
  Fagfræði, matseðlafræði
  FFMF
  Samþykkt af skóla
  4
  5
  Í áfanganum er áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og samstarf um lausn verkefna. Nemendi hannar og skrifar matseðla, skipuleggur innkaup, gerir pöntunarlista, áætlar kostnað og reiknar út framlegð. Nemandi vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum sem koma fram í verkefnalýsingu hverju sinni. Nemandi vinnur með réttaflokka og röð þeirra í stórum matseðlum og fræðist um staðbundið og árstíðabundið hráefni í matseðlagerð. Löggð er áhersla á að dýpka skilning nemanda á matseðlafræði. Nemandi hannar Ala carte eldhús.
  FFMF2IB03, námssamningur í matreiðslu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • gerð matseðla
  • mikilvægi matseðils fyrir ímynd og gæðastefnu fyrirtækis
  • réttarheitum og geti búið til lýsandi matseðlatexta
  • sígildum matreiðsluaðferðum
  • rétttarheitum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna í hóp að skilgreindum verkefnum
  • nýta sér vinnuferla er stuðla að öryggi gestsin
  • útfæra nýjar hugmyndir sem byggjast á sígildri matreiðslu
  • stjórna eldhúsi og vinna eftir fyrirfram gerðu vinnuskipulagi
  • semja matseðla sem er rekstrarlega hagkvæmir og faglega réttir
  • para hefðbundna réttarflokka og réttarheiti
  • áætla hráefni og magn fyrir tiltekið verkefni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nota fyrirliggjandi þekkingu við úrlausnir verkefna og nýja nálgun þeirra
  • setja saman ýmsar tegundir matseðla
  • forgangsraðað verkþáttum á skilvirkan hátt
  • geta skipulagt vinnusvæði og framreiðsluferla með tilliti til þess hvert tilefnið er