Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1547806756.4

    Vélfræði 3
    VÉLF3VC04(CV)
    4
    Vélfræði
    Vélfræði - VC
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    AV
    Nemendur öðlast þekkingu og skilning á uppbyggingu á kötlum og búnaði sem þeim fylgir. Farið er yfir virkni katla og þau öryggisatriði sem nauðsynleg eru til að rekstur þeirra standist kröfur og sé sem öruggastur. Nemendur fá þjálfun í að reikna út nýtni, hitaflöt og loftþörf katla og þjálfast í að vinna úr niðurstöðum sem fást úr reykgreiningu. Nemendur öðlast þekkingu á gufu og eðli hennar, t.d. hvað átt er við með eimunarvarma, rökum eim, mettuðum eim og yfirhituðum eim.
    VÉLF2VE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi gerðum eimkatla.
    • uppbyggingu eimkatla, einstökum þáttum í gerð þeirra og búnaði sem þeim tengist.
    • stjórn- og öryggisbúnaði sem tengist rekstri eimkatla.
    • mikilvægi þess að ketilvatnið valdi ekki skaða á katlinum.
    • þeim þáttum sem ráða nýtni katla.
    • aðferðum við hreinsun og viðhald á eimkötlum.
    • aðferðum við reykgreiningu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útskýra mismunandi gerðir eimkatla og búnað sem þeim fylgir.
    • reikna nýtni katla, hitaflöt þeirra og loftþörf.
    • útskýra eimunarvarma, rakan eim, mettaðan eim og yfirhitaðan eim.
    • nota búnað sem hreinsar reyk frá kötlum.
    • framkvæma reykgreiningu.
    • annast og meðhöndla allan öryggisbúnað katla.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sjá um rekstur eimkatla.
    • kynda ketil með þeim hætti að sem best nýting náist við rekstur hans.
    • lýsa með skýrum hætti hvernig katlar eru sóthreinsaðir.
    • stilla ketil með hliðsjón af niðurstöðum reykgreininga.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.