Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1547812273.05

    Listir og menning I
    LIME1IN05
    3
    listir og menning
    inngangur að menningar- og listasögu
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanganum er ætlað að veita nemendum innsýn í hinar ýmsu listgreinar og fjallað er um ólíka þætti listalífsins s.s. myndlist, handverk, hönnun, leiklist o.fl., og þá menningarþætti sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina.
    Nemendur skoða áhrif og tilgang lista og nýsköpunar í samfélaginu og í sögulegu samhengi, meðal annars með tilliti til virkni listalífs og hagrænna áhrifa.
    Markmið áfangans er að nemandinn öðlist hæfni til að tengja sig við og njóta þeirrar menningar sem hann er hluti af og efla hæfni hans til skapandi starfa.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sérkennum mismunandi listgreina
    • mikilvægi listsköpunar í samfélaginu
    • hvernig stefnur og straumar í listum taka sífellt breytingum
    • samspili ólíkra listgreina og hvernig þær hafa áhrif hvor á aðra
    • möguleikum sem listnám hefur upp á að bjóða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða og meta eigin gildi og viðhorf til margvíslegra listforma
    • vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt að verkefnum undir leiðsögn kennara
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja sig við þá menningu sem hann er hluti af
    • vera virkur í menningar- og listalífi
    • taka þátt í umræðum um menningu og listir
    • efla hæfni sína til list- og nýsköpunar
    • vinna með öðrum með umburðarlyndi og virðingu að leiðarljósi
    • meta, greina og skynja listir og hönnun út frá eigin forsendum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.