Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1547819747.96

    Burðarþolsfræði
    BURF4VD04(AV)
    2
    Burðarþolsfræði - vélstjórn
    Burðarþolsfræði
    Samþykkt af skóla
    4
    4
    AV
    Nám í þessum áfanga á að veita nemendum undirstöðuþekkingu í burðarþolsfræðum að því marki að þeir geti notað burðarþolsútreikninga til að ákvarða stærð og styrk ýmissa vélarhluta og lagt mat á efnisgerð út frá þeim.
    SMÍÐ2NH05, EÐLI3AV05, STÆF2VH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eiginleikum helstu málma við tog- eða þrýstiálag.
    • grundvallaratriðum jafnvægisfræðinnar.
    • fjöðrun í efnum og lögmáli Hooks.
    • hvað átt er við með togspennu, þrýstispennu og skurðarspennu.
    • aðferðum við að reikna út spennur í bitum og vélahlutum.
    • skurðkröftum og bognunarvægislínuriti fyrir burðarálag á öxla og bita.
    • flatar- og viðnámsvægi öxla og bita.
    • Euler-reiknireglunni og beitingu hennar við útreikninga á álagi á súlur.
    • útreikningum á hámarksspennum samkvæmt von Mises.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna út togspennur, þrýstispennur og skurðarspennur í þversniðum.
    • reikna út skurðkrafta og bognunarvægi fyrir öxla og bita.
    • reikna út flatar- og viðnámsvægi fyrir ýmis þversnið.
    • reikna út spennur í öxlum og bitum.
    • reikna út styrk í súlum m.a. á grundvelli Euler-reiknireglunnar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • reikna burðarþol til að ákvarða stærð og styrk ýmissa öxla, bita og vélarhluta.
    • velja málma og efnismagn sem standast kröfur um styrk og hámarka efnisnýtni.
    • vinna sjálfstætt og leggja gagnrýnið mat á útreikninga.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.