Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548322401.95

    Listasmiðja og sýning
    LIST1IN02
    5
    listasaga
    Listasmiðja og sýning
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í þessum valáfanga vinna nemendur að listsköpun undir handleiðslu listakonunnar Michelle Bird. Nemendur fá tækifæri til að vinna í stúdíói og setja upp sýningu fyrir almenning á verkum sínum. Fjallað verður um áhrif listsköpunar á umhverfi og samfélag og nemendur velja sér viðfangsefni út frá eigin áhugasviði.
    Forkröfur engar .
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig list, einstaklingur og samfélag getur spilað saman
    • ólíkum aðferðum við listsköpun
    • ferlinu sem felst í því að setja upp listsýningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skapa sitt eigið verk
    • velja aðferðir sem henta við þá listsköpun sem valin er
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja fram og miðla list sinni á almennri sýningu
    • skipuleggja og vinna með ólíkum einstaklingum að uppsetningu listsýningar
    Leiðsagnarmat og sjálfsmat.