Í áfanganum vinna nemendur verkefni í litafræði s.s. litahring, blöndun út í svart og hvítt, grátónaskala og blöndun andstæðra lita út í jarðliti.
Nemendur æfa myndbyggingu með uppsetningu þessara verkefna og halda síðan áfram með tvívíða, abstrakt myndbyggingu út frá litafræðinni. Gerðar eru æfingar til að ná fram þrívídd með litablöndun og fjarvídd með landslagsmyndbyggingu á raunsæjan hátt.
Nemendur vinna mynd þar sem allir þættir myndbyggingar og litasamsetning koma saman í heildstætt verk eða seríu verka. Nemendum er kynntur munurinn á litakerfunum þremur (cmyk, rgb og listmálun). Öll verkefni eru máluð með þekjulitum og í litafræðinni er afgangur litaprufa unnin í klippimynd.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- litafræði myndlistar svo sem frumlitum, samsettum litum, andstæðum litum, jarðlitum, pastellitum, köldum og heitum litum og innsýn í prentliti og RGB litablöndun - áhrifum lita eftir því með hvaða litum þeir standa - hversu lítill hluti af rafsegulrófinu er sýnilegur mannlegu auga - ljósbrotinu og bylgjulengd lita - að stefna línu og uppbygging og röðun forma sem og tegund forma skapa ákveðna tilfinningu í myndverkum s.s. jafnvægi, ró, óróa, stöðugleika eða festu - myndbyggingu með tvívíðum formum svo sem með reglubundnu munstri eða abstrakt óreiðu - raunsæi í fjarvíddarlandslagi og þrívíddarlitablöndun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- blanda liti út frá 12 litahringnum - blanda liti út frá frumlitum og samsettum litum í jarðliti með svörtum og andstæðulit og pastelliti með hvítum - blanda liti í kalda liti og heita liti og nota grátónakalann - vinna ólíkar myndir með myndbyggingu sem gefur til kynna ákveðin hugtök og kallar fram ákveðnar tilfinningar eins og óróa, hreyfingu og spennu á móti jafnvægi, festu og stöðugleika - myndbyggingu og litablöndun með áherslu á tvívíð form og tvívíða fleti - myndbyggingu og litablöndun með áherslu á þrívíð form og fjarvídd í landslagi - vinna með frumform, lífræn form og skepnuform í reglulegri myndbyggingu eins og spegilmyndum og andhverfum formum svo og alls konar óreglulegri myndbyggingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- færa mismunandi form upp í myndbyggingu sem sýnir ljóðræna og dramatíska skálínu - fá ró og stöðugleika fram í myndbyggingu með láréttum og lóðréttum línum svo og óróa og hreyfingu með hringmyndbyggingu og skálínum - ná fram þeim andstæðum í litum sem þarf til að hver hlutur myndarinnar njóti sín - ná fram raunsærri landslagsfjarvídd og birtuáhrifum með litablöndun - ná fram þrívíddaráhrifum í formum með litablöndun - vinna með andhverf form og spegilmyndir - ná fram ákveðinni tillfinningu í myndverki með því að beita línum, formum og litum á meðvitaðan hátt -vinna með öll þessi atriði og setja saman í eitt verk eða seríu verka
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámsskrá.