Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548674041.55

    Veggjalist
    MYNL2VL05
    18
    myndlist
    veggjalist, veggskreytingar (graffiti)
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum skreyta nemendur vegg út frá fyrirframgefnu þema. Verkefnið krefst góðs undirbúningins í formi hugmyndavinnu og skissugerðar og seinna að nýta sér leikni sína í hlutföllum og rúðustækkunum. Málað verður á vegginn.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - muninum á veggjakroti og veggjalist
      - mikilvægi góðrar undirbúningsvinnu
      - mikilvægi þess að fá samþykki frá viðeigandi aðila fyrir verkum sem þessum
      - mikilvægi listar í umhverfinu
      - að svona verk eru komin til að vera fyrir allra augum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - undibúningsvinnubrögðum fyrir verk af þessari stærðargræða með skissu- og hugmyndavinnu
      - mikilvægi þess að skissan sé vel unnin
      - að búa til skapalón sem og nýta sér rúðustækkun vegna hlutfalla
      - að mála endanlegt verk á viðkomandi vegg í viðunandi útliti og sátt við umhverfið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - taka þátt í umræðum um þemu og viðfangsefni og komast að sameiginlegri niðurstöðu í uppsetningu verks
      - gera sér grein fyrir því að það krefst vinnu og samtalsferlis að útvega sér vegg að vinna á
      - sýna ábyrgð og gæta siðferðisvitundar við val á viðfangsefni
      - vinna veggjalist og sýna útsjónarsemi allt frá hugmyndavinnu að endanlegu verki
      - fjalla um og miðla þekkingu á veggjalist