Í áfanganum kynnast nemendur grunninum í grafískri hönnun. Farið verður í mikilvægi skissu- og hugmyndavinnu, leturfræði, vörumerkjahönnun og mörkun sem og helstu forsendur við hönnun á veggspjöldum og umbrotshlutum s.s. bókum og bæklingum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi skissu- og hugmyndavinnu - helstu leturflokkum - hugmyndafræði vörumerkjahönnunar - helstu forsendum við uppbyggingu á veggspjöldum, auglýsingum og bæklingum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skissu- og hugmyndavinnu - leturnotkun - veggspjaldagerð - hanna einfalt vörumerki - hanna einfalt umbrotsverk
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- koma hugmyndum sínum myndrænt á blað í skissuformi - velja letur sem hæfir hverju verkefni (stærð, læsileiki, lögun) - ræða og rökstyðja hugmyndir sínar - vinna einfalt grafískt auglýsingar- og kynningarefni
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.