Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548681559.11

    Grafísk miðlun
    NÝMI2GM05
    2
    Nýsköpun og miðlun
    Grafísk miðlun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur grafískri miðlun og framsetningu efnis fyrir prent-, net- og skjámiðla. Áhersla er m.a. á prentsmíð, leturfræði og grafíska hönnun, umbrot, textameðferð, stafræna uppbyggingu mynda og litstýringu. Kennt er á þrjú helstu teikni-, myndvinnslu- og umbrotsforritin í grafíska geiranum (Photoshop, Illustrator og InDesign). Markmiðið er að nemendur tileinki sér helstu tól og tæki forritanna til að koma frá sér einföldu grafísku efni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - helstu forritum sem notuð er í dag í grafíska geiranum
      - stafrænni uppbyggingu mynda
      - litstýringu
      - vectorteikningu
      - textameðferð og setningu
      - leturgerðum og stílbrigðum
      - myndbyggingu og táknfræði síðuhönnunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - grunnnotkun Photoshop, Illustrator og InDesign, eða öðrum sambærilegum hugbúnaði
      - myndvinnslu s.s. setja saman myndir og lagfæra og litastilla myndir
      - að hreinteikna einfalda grafík í vector
      - að setja upp einfalt umbrot út frá samspili texta og mynda
      - að vinna efni í ólíka miðla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - skila inn og taka á móti fjölmiðlaefni í stafrænu formi, bæði myndum og texta
      - myndvinna í Photoshop, eða öðrum sambærilegum hugbúnaði
      - vectorteikna í Illustrator, eða öðrum sambærilegum hugbúnaði
      - brjóta um í InDesign, eða öðrum sambærilegum hugbúnaði
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.