Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548681692.33

    Stafræn smiðja - Fab Lab
    NÝMI2FL05
    4
    Nýsköpun og miðlun
    Stafræn smiðja - FabLab
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að veita innsýn í tölvustudda hönnun og framleiðslu þannig að nemendur geti gert áþreifanlegar frumgerðir af hugmyndum sínum og lært viðeigandi grunnatriði til þess að framkalla hugmyndir sínar.
    Nemendur kynnast möguleikum stafrænnar tækni, frjáls hugbúnaðar, Fab Lab smiðju (Fabrication Laboratory) og tækni 21. aldarinnar með starfrænum framleiðsluaðferðum.
    Nemendur kynnast áhöldum smiðjunnar í gegnum verkefni sem þeir vinna. Kennt er á tvívíddar og þrívíddar teikniforrit, sem er opin hugbúnaður, og hentar fyrir hönnun og eflir nýsköpunarhugsun. Verkefni eru síðan unnin í tölvustýrðum laserskera, vínylskera og þrívíddar prentara.
    Nemandinn öðlast hæfni til að virkja sköpunarkraft sinn og að koma hugmynd í framkvæmd í FabLab-smiðju.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - möguleikum Fab Lab-smiðju
      - stafrænni framleiðslutækni
      - tvívíddar og þrívíddarhönnun, teikningum
      - frjálsum hugbúnaði fyrir tvívíddar- og þrvíddarhönnun
      - hönnun og framleiðsluferli á 21. öldinni
      - 3D prentara, vínylskera, hitapressu, 3D skönnun
      - skrásetningu á ferli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - setja upp frjálsan hugbúnað
      - nota stafrænan tækjabúnað við hönnun
      - útbúa rafræn skjöl fyrir vélar í Fab Lab
      - nota laserskurðartæki við hönnun
      - nota vínylskera og hitapressu
      - skanna í 3D og prenta í þrívíddarprentara
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - velja og setja upp viðeigandi hugbúnað fyrir stafræna hönnun
      - meta og greina hvaða verkfæri stafrænnar smiðju henta hverju sinni
      - lesa og vinna eftir leiðbeiningum
      - þróa hugmyndir sjálfstætt og undir leiðsögn
      - skrá ferli, meta og rökstyðja vinnu sína
      - hanna, teikna og framleiða eigin afurð
      - leggja mat á og ræða eigin verk
      - virkja sköpunargáfu sína og frumkvæði
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.