Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548684512.39

    Að skrifa skáldsögu
    ÍSLE3RS05
    72
    íslenska
    Skapandi skrif
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að ýta undir þekkingu, sjálfstraust og seiglu nemenda sem hafa áhuga á því að skrifa stórt skáldverk. Í áfanganum verður unnið með byggingareiningar skáldsögunnar – rætt verður um mismunandi tegundir ritverka og unnin skrifleg verkefni sem reyna á ólíka þætti ritunar. Farið verður yfir það ferli að skrifa skáldsögu – allt frá hugmyndavinnu að útgáfumöguleikum. Einnig er fjallað um nám og störf sem tengjast íslensku, bókmenntum og ritlist. Í fyrri hluta áfangans vinna nemendur fjölbreytt skrifleg verkefni sem gefa þeim tækifæri til að nálgast viðfangsefni sín úr ólíkum áttum og opna augu þeirra fyrir möguleikum í skapandi skrifum. Nemendur æfast í að rýna eigin verk og verk hvers annars auk þess að æfast í að gera endurbætur á verkum sínum sjálfstætt sem og út frá ábendingum annarra. Um miðbik áfangans undirbúa nemendur sig undir að skrifa stórt ritverk sem þeir skrifa svo í síðari hluta áfangans.
    Undanfari: ÍSL2ED05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu byggingareiningum skáldsögunnar; þar á meðal persónum, fléttu, umhverfi og þemum.
    • Ólíkum frásagnaraðferðum í skáldsögum; mismunandi ritstíl, ólíkum sjónarhornum og fjölbreytileika í lýsingum.
    • Möguleikum í uppbyggingu skáldsagna.
    • Helstu hjálpargögnum rithöfunda.
    • Aðferðum til að endurskoða verk sín.
    • Helstu möguleikum til útgáfu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Ræða um og kafa ofan í ólíkar hliðar skáldsögunnar.
    • Skrifa fjölbreyttan texta út frá þeim forsendum sem unnið er með í áfanganum.
    • Rýna í verk sín og gera endurbætur sjálfstætt og út frá ábendingum annarra.
    • Rýna í verk samnemenda og gefa þeim uppbyggilegar ábendingar.
    • Slökkva á gagnrýnandanum í sjálfum sér og skrifa það sem kemur.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Leggja upp í það ferðalag að skrifa sitt eigið stóra skáldverk; undirbúa það, setja sér markmið og halda sig við skriftir á því.
    • Taka þátt í málefnalegum umræðum um ritlist og skáldverk.
    • Gagnrýna verk sín og annarra, færa rök fyrir afstöðu sinni og efasemdum ásamt því að benda á leiðir til úrbóta.
    • Skilja betur bókmenntaverk annarra rithöfunda.
    Einstaklingsmiðað leiðsagnarnám og námsmat gjarnan í formi umræðna um verk nemandans. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina og unnið að stóru ritverki við lok áfangans. Kennarinn er í hlutverki leiðbeinanda. Engin skrifleg lokapróf.