Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548688209.34

    Teikning 2
    MYNL3TK05
    16
    myndlist
    fjarvídd, form, hlutföll, lína, teikning: blýantur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum rifja nemendur upp skyggingaraðferðir og form- og línuteikningar úr MYND2TK05. Farið er dýpra í fjarvídd og þjálfun náttúruforma og landslags.Kynntar og þjálfaðar blindteikningar mannamynda svo og hlutföll í mannslíkamanum. Gerður samanburður á myndbyggingu út frá raunsæi og súrrealisma og lögð áhersla á fríhendisteikningu og skissugerð, allt til fullunninna verka
    MYNL2TK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - skygging náttúruforma
      - áhrifum skugga og ljóss á raunsæjan og súrrealískan hátt
      - hlutateikningu
      - notkun fjarvíddarpunkta í myndbyggingu við skissugerð
      - blindteikningu og hlutfallateikningu mannslíkamans
      - raunsærri og súrrealískri myndbygging með ofangreinda þætti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - gera fríhendis skissur
      - teikna hluti og skyggja
      - setja fram myndbyggingu bæði á raunsæjan og súrrealískan hátt
      - vinna með fjarvídd og náttúruform í fríhendisteikningu
      - mæla út hlutföll mannslíkamans og nýta í teikningum sínum
      - gera blindteikningu af mannslíkamanum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - teikna myndir úr sínu nánasta umhverfi með hjálp þrívíddar - og fjarvíddartækni og formskynjun
      - ná fram fjölbreytilegri skyggingu í myndum sínum
      - byggja upp myndir úr margbrotnum þrívíðum formum
      - teikna upp raunsæja sem og súrrealíska mynd af hlutum og umhverfi sínu
      - teikna fólk með blindteikningu og líka í réttum hlutföllum
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.