Í áfanganum verður farið í gegnum og skoðað eðli myndskreytinga (myndlýsinga) og þýðingu þeirra með texta. Rýnt verður í skopteikningar dagblaða og tímarita og þau áhrif sem þess háttar miðlun getur haft. Farið verður í grunnatriði þess að ná fram ýkjum í andlistdráttum og líkamsbyggingu fólks til þess að draga fram persónueinkenni og skopmyndir og svokallaðar strípur skoðaðar. Farið verður í uppbyggingu hinnar klassísku myndasögu, mikilvægi myndbyggingu hvers ramma sem og myndbyggingu hverrar síðu og að innihald komst til skila ekki síst í gegnum myndmálið. Lögð verður áhersla á að nemendur finni sinn stíl.
Verkefnin munu felast í því að prófa ólíka stíla og mismunandi efni í myndskreytingum, að myndskreyta styttri og lengri texta, vinna skopteikningar sem endurspeglan samtímann (rauntíma) hvort heldur á Íslandi eða annars staðar í heiminum, vinna strípur með “punchline” og loks lengri myndasögu út frá þjóðsögum og goðafræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hlutverki og áhrif myndskreytinga með samfelldum texta - hvernig stíll og myndbygging geta byggt upp tilfinningu fyrir textanum - mikilvægi þess að finna rétta vinkilinn úr textanum til myndskreytingar - mikilvægi myndskreyta í upplýsingaheimi nútímans - ábyrgð myndskreyta í hverjum samtíma - hvað þarf að vera í myndasögu til þess að hún komist til skila án margara orða og jafnvel orðalaust - mikilvægi flæðis í myndasögunni - mikilvægi góðrar uppsetningar á myndasögu þar sem hver rammi skiptir máli í heildarmyndbyggingu síðunnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina meginatriði textans sem skal myndskreyta - geta sagt margt með einni mynd - vekja áhuga á textanum með mynd - greina þjóðfélagsmál á myndrænan máta - gera einfalda og samfélagsmiðaða skopteikngu - setja upp einfalda teiknimyndasögu með eða án texta - koma flæði myndasögunnar vel skila - gera hvern ramma einstakan en þó hluta af heildinni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- myndskreyta á lýsandi máta einfaldan texta með eigin stíl - gera skopteikningu út frá málefnum líðandi stundar - setja upp einfalda teiknimyndasögu í eigin stíl með góðu flæði og góðri myndbyggingu
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.