Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548691874.92

    Straumar og stefnur
    MYNL3SS05
    15
    myndlist
    Straumar og stefnur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur fagurfræðilegum kenningum í myndlist. Kannað er innihald, boðskapur og tilgangur myndlistarverka og hvernig myndmálið og hlutverk listamannsins breytist eftir tíðarandanum með því að fara vítt og breitt um listasöguna.
    Nemendur gera tilraunir með þessi hugtök í eigin verkum og vinna með mismunandi aðferðir. Myndbygging, efni og aðferð gefa svo verkunum frekari áherslur.
    MYNL1LM05 og MYNL2TK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - mismunandi hlutverki listaverka
      - mismunandi myndgerðum
      - mismunandi fagurfræðilegum kenningum í myndlist
      - mismunandi boðskap, innihaldi og tilgangi myndlistarverka og allegóríu
      - þeim möguleikum sem mismunandi aðferðir bjóða uppá
      - áhrifum myndbyggingar og lita
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - vinna myndir með ákveðið hlutverk í huga, út frá kenningum í fagurfræðum og allegóríu
      - vinna myndir út frá ákveðnum myndgerðum
      - beita ýmsum aðferðum við myndsköpun
      - nota ólík efni við myndsköpun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - að vinna eigin myndir út frá ákveðnu hlutverki
      - að vinna eigin mynd út frá mismunandi fagurfræðilegum kenningum
      - túlka myndrænt mismunandi fagurfræðilegar kenningar
      - færa í orð og nota haldbær rök þegar myndlist er rædd
      - nýta sér mismunandi myndbyggingu og liti til að ná fram ákveðnum áhrifum
      - færa rök fyrir myndverki sínu og geta lýst með orðum innihaldi, tilgangi og boðskap þess
      - koma auga á (og vinna) allegóríu í myndverkum og nýta sér í eigin vinnu
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.