Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548838022.02

    Rekstrarfræði
    MEIS4RE05(AV)
    11
    Meistaranám
    Rekstrarfræði
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    AV
    Lögð er áhersla á að nemandi öðlist innsæi og skilning á lögmálum hagfræðinnar. Nemandi kynnist helstu hugtökum í hagfræði, mikilvægi fyrirtækja og framleiðslu í efnahagshringrásinni, áhrif innflutnings og útflutnings á efnahagslíf, gengissveiflna og áhrifum vaxta á fjárfestingu og sparnað. Fjallað er um fjórfrelsissamning EFTA við EES og þau áhrif sem hann hefur á íslenskt efnahagslíf. Farið er yfir helstu þætti er varða skipulag fyrirtækja og framleiðslu, grundvöll rekstrar, framleiðni og arðsemi. Kynntar eru aðferðir við gerð framleiðsluferla, framleiðsluútreikninga, gerð rekstraráætlana, verðútreikninga, framlegðarútreikninga, leiðir til fjármögnunar og arðsemisútreikninga. Áhersla er á að nemandinn tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð. Fjallað er um rekstrarumhverfi fyrirtækja og samspil fyrirtækja og umhverfis með sérstaka áherslu á sjálfbærni og hvort eða hvernig hagnaðardrifin fyrirtæki geta orðið sjálfbær. Skoðað verður hlutverk tækni með áherslu á gervigreind og mikilvægi hennar í rekstri fyrirtækja í nútíð og framtíð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum í hagfræði.
    • íslensku efnahagslífi.
    • fjórfrelsissamningi EFTA við EES.
    • helstu hugtökum er varða skipulag framleiðslu, afköst og framleiðni.
    • helstu lykilhugtökum í rekstri, útreikningum þeirra og mælikvörðum á rekstrarárangur.
    • forsendum ákvaðana um verðlagningu.
    • forsendum ákvarðana um fjármögnun.
    • notagildi tölvuforrita við áætlanagerð.
    • hvernig afla megi frekari þekkingar um ofangreinda þætti.
    • hvað gervigreind er og hvernig hægt er að nýta hana í starfi sínu.
    • tengslum hagnaðarsjónarmiða fyrirtækja og sjálfbærni.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja hagfræðiumfjöllun.
    • skilja helstu atriði fjórfrelsissamningsins.
    • geta skilið helstu lykiltölur í rekstri fyrirtækis og þjóðarbúsins.
    • skilja áhrif breytinga á innflutningi, útflutningi, gengi og vaxtastigi á íslenskt efnahagslíf.
    • meta rekstrarlega hagkvæmni valkosta út frá mismunandi forsendum.
    • vinna með tölulegar upplýsingar og tileinka sér þær.
    • sjá fyrir sér hvernig nýta megi tækni m.a. gervigreind til að auka gæði og hagkvæmni í rekstri eins og við á og mæta betur þörfum viðskiptavina.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla helstu gagna sem hann þarf á að halda.
    • greina upplýsingar, vinna úr þeim og nýta til ákvarðanatöku í rekstri.
    • beita reikningsaðferðum sem helst eru notaðar í rekstri og viðskiptum.
    • leggja mat á rekstrarlega og eignalega stöðu fyrirtækis með hjálp tölulegra mælikvarða og lykilhugtaka.
    • geta skipulagt reksturinn með það að leiðarljósi að nota tækni til að auka gæði, hagkvæmni og mæta betur þörfum viðskiptavina sinna.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.