Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1548855054.06

  Módelteikning: Maður og efni
  MYNL3MA05
  14
  myndlist
  líkamsbygging, módelteikning, sjónskynjun
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Maðurinn og umhverfi hans er meginviðfangsefni áfangans. Lögð áherslan á skissuvinnu í módelteikningu og anatómíu, hlutföll mannslíkamans skoðuð sem og einstaka líkamspartar, stellingar og hreyfing.
  Einnig verður unnið áfam með mannslíkamann í mismunandi efnum og aðferðum s.s. leir, vatnslitum, akrýllitum ofl. Þá skila nemendur fullunnum verkum, maður og umhverfi. Þetta er fært upp í mismunandi stílbrigði.
  Túlkun á mannslíkamanum skoðuð í gegn um listasöguna og hvernig hann birtist í ýmsum stílbrigðum í listmálun, myndskreytingum og höggmyndum. Áhrif frá listasögunni komi fram í fullunnum verkum.
  MYNL1LM05 og MYNL2TK05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • - hlutfallaskiptingu mannslíkamans
   - anatómíu mannslíkamans
   - hreyfimöguleikum mannslíkamans
   - fjarvíddarstyttingum
   - á stílbrigðum og aðferðum
   - hvaða aðferðir hann vill nota
   - hvaða stílbrigði hann vill nota
   - hvernig á að setja tilfinningar og hugtök í myndbygginguna með formnotkun
   - mismunandi túlkun mannslíkamans eftir tímabilum og svæðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • - teikningu mannslikamans
   - að nýta sér tækni til að ná réttum hlutföllum, styttingum og anatómíu
   - að nota ákveðin stílbrigði að eigin vali
   - að nota áveðnar aðferðir að eigin vali
   - að útskýra og rökstyðja val sitt á aðferðum og stíl
   - að útskýra og rökstyðja merkingu verksins
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • - túlka manninn í umhverfi sínu (abstrakt/raunsætt)
   - kalla fram þá tilfinningu sem hann æskir í verkið
   - gera sér grein fyrir í hvaða efnivið hann vill vinna sem og stíl
   - geta rætt og rökstutt verk sín
   - túlka manninn með tilliti til tímabila og svæða í listasögunni
  Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.