Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1548862297.76

  Enska yndislestur
  ENSK1YN02
  88
  enska
  yndislestur
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Í þessum valáfanga í ensku er áhersla lögð á yndislestur með það fyrir augum að gefa nemendum tækifæri á að skoða fjölbreytt bókmenntaverk eða rit almenns eðlis. Markmiðið er að nemendur þrói bæði lestraráhuga og getu. Nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum og þjálfast í að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim bókum sem hann velur til lestrar
  • eigin færni og áhuga er varðar lestur á ensku
  • gagnrýnu viðhorfi til bókmennta eða annarskonar texta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa og skilja enskan texta
  • útskýra inntak textans með eigin orðum, bæði á íslensku og ensku
  • tjá eigin afstöðu til textans, bæði á íslensku og ensku
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fjalla um ensk bókmenntaverk eða rit almenns eðlis
  • skilja og skrifa enskan texta
  • tjá sig munnlega á ensku
  Nemendur lesa tvær bækur að eigin vali (þó að fengnu samþykki kennara) og vinna tvö verkefni (skrifleg og/eða munnleg) úr hvorri bók um sig.