Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548925251.81

    Fatahönnun og saumur 1
    HÖTE2FH05
    1
    Hönnun og textíll
    fatahönnun og saumur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur vinna með grunnsnið og læra einfaldar sniðabreytingar. Nemendur laga snið að vexti, sauma einfaldar flíkur og máta. Kennd eru grunnformin á líkamanum og einnig flatar teikningar. Nemendur vinna nokkrar prufur í saumtækni. Vettvangsferðir og sýning á verkefnum nemenda.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - uppbyggingu grunnsniða
      - sniðhlutum, þráðrétta og mikilvægi merkinga
      - notkun grunnsniða
      - saumur á einföldum flíkum
      - verklýsingum og flötum teikningum
      - saumtækni
      - útreikningum á efnismagni
      - vönduðum vinnubrögðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - vinna ýmsar sniðútfærslur út frá grunnsniðum
      - nota heiti sniðhluta og nota merkingar
      - útfæra og sauma flíkur eftir málum
      - fara eftir verklýsingum
      - geta sett hugmyndir sínar á blað
      - leggja snið á efni þannig að þráðlína sé rétt og efnið nýtt vel
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - vinna sjálfstætt einfaldar sniðútfærslur út frá grunnsniðum
      - sauma einfaldar flíkur eftir grunnsniðum og eigin útfærslum
      - vinna eftir verklýsingum
      - ákveða efnismagn
      - viðhafa vönduð vinnubrög
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.