Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548926143.83

    Hönnun og aðferðir
    HÖTE3HA05
    4
    Hönnun og textíll
    bútasaumur, tauþrykk, útsaumur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Unnið er með helstu aðferðir í tauþrykki, búta- og útsaum og hannað út frá þeim. Áfanginn byggir á hugmyndavinnu, gagnasöfnun og tilraunum.
    Nemendur gera tilraunir og velja síðan aðferð sem grundvöll fyrir lokaverkefni, svo sem nytjahlut eða flík ásamt vinnulýsingu og tilheyrandi vinnubók með hugmyndaspjaldi, tilraunum á pappír og í textíl.
    HÖTE2HU05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - gagnasöfnun í formi þankahríðar
      - gerð hugmyndaspjalds út frá almennri tækni í tauþrykki, búta- og útsaum
      - mismunandi aðferðum við tauþrykk, bútasaum og útsaum
      - mikilvægi textílefna í tauþrykki, búta- og útsaumi
      - orðaforða aðferðanna þriggja, í víðustu merkingu þeirra
      - skýringarmyndum og vinnulýsingum sem tengjast viðfangsefni áfangans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - móta tillögu að nytjahlut þar sem beitt er tauþrykki, bútasaumi og/eða útsaumi
      - teikna snið af nytjahlut eftir eigin hugmyndum
      - sníða prufu af einföldum nytjahlut
      - gera tilraunir með mismunandi frágang á nytjahlutum
      - nota orðaforða greinarinnar við notkun vinnulýsinga
      - setja hönnun sína fram með hugkorti og myndum
      - semja vinnulýsingu fyrir hönnun sína og stilla upp á sýningarbás
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - fullvinna nytjahlut, frá hugmynd að fullunnu verki
      - skila af sér skilmerkilegri hugmyndavinnu og vinnulýsingu
      - vinna að hönnun út frá heild, sögu eða ákveðnu þema
      - gera sér grein fyrir hönnunarferli frá upphafi til enda
      - viðhafa vönduð vinnubrögð í öllu vinnuferlinu
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.