Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548928289.56

    Textíll og vöruhönnun
    HÖTE2VÖ05
    2
    Hönnun og textíll
    vöruhönnun og stafræn smiðja
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um vöruhönnun og vinnuferli frá hugmynd til fullunninnar vöru.
    Nemendur kynna sér það helsta sem er að gerast á Íslandi í dag á þessu sviði. Nemendur virkja sköpunargáfu sína og velja sér farveg fyrir eigin hönnun, leita uppi hentugan efnivið, tækni og markmið fyrir vöru sína.
    Farið verður í stafræna smiðju, Fab Lab, þar sem nemendur þróa hugmyndir sínar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - möguleikum til sköpunar í textílgreinum s.s. saumi, prjóni, vefnaði og þrykki
      - möguleikum til sköpunar með nýtingu stafrænnar smiðju - Fab Lab, s.s. móta línur og form og prenta í þrívídd
      - samnýtingu hand- og vélunninna aðferða
      - almennu hönnunarferli, frá hugmynd að tilbúinni afurð
      - vinnulaginu: hugmyndavinna, gagnasöfnun, úrvinnsla í efnivið og markaðssetningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - beita aðferðum og verklagi valinna textílgreina, t.d. að nota saumavél
      - beita tilraunavinnu með hráefni og aðferðir
      - þróa vöru út frá nánasta umhverfi sínu
      - vinna sjálfstætt að þróun eigin vöru
      - nýta verkfæri og tól stafrænnar smiðju
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - virkja sköpunarkraft sinn
      - öðlast yfirsýn yfir markmið vöruhönnunar sinnar
      - þróa nytjahluti út frá eigin forsendum og annarra
      - meta notagildi vöru út frá þörfum neytandans
      - markaðssetja hönnun sína á hagkvæman og umhverfisvænan hátt
      - hanna vöru með hagkvæmni, ábyrgð og umhverfisvitund að leiðarljósi
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.