Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548929176.71

    Hönnun og þráðlist
    HÖTE3HH05
    2
    Hönnun og textíll
    Prjón, blönduð tækni, hekl, ull
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um vefjarefni, náttúruleg vefjarefni og gerviefni, ofinn og prjónuð.
    Nemendur kynnast prjóni, hekli, ullarvinnslu og tengingu þess við aðra tækni. Unnar eru prufur og í framhaldinu vinna nemendur að verkefnum t.d. nytjahlut fyrir heimili, flík, gjöf, minjagrip o.fl.
    HÖTE2HU05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - hugmyndavinnu
      - undirbúningi verkefna á sviði prjónaaðferða, hekls og ullarvinnslu
      - notkun verklýsinga
      - einfaldri sníðagerð
      - þekkja mun á prjóni, hekli og þóf
      - sambandi milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og niðurstöðu
      - notagildi prjónaðra og þæfðra nytjahluta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - skrá hugmyndir
      - vinna eftir verklýsingu
      - skrá verklýsingu
      - geta lesið úr einföldum prjóna- og hekluppskriftum og mótað sína eigin vinnulýsingu út frá þeim
      - einfaldri sníðagerð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - vinna verkefni frá hugmynd að tilbúnu verki
      - vinna á viðeigandi hátt í prjóni, hekli, ullarvinnslu og samsetningu með mismunandi tækni
      - viðhafa vönduð vinnubrögð í öllu vinnuferlinu
      - gera sér grein fyrir hönnunarferli frá upphafi til enda
      - ræða um og greina eigin verk á sviði hönnunar
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við kennsluáætlun.