Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548930140.61

    Textíll og híbýlahönnun
    HÖTE3HÍ05
    3
    Hönnun og textíll
    textílhönnun innanhúss
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um híbýlahönnun í tengslum við textíl. Mismunandi stílar og hönnuðir eru skoðaðir. Fjallað er um rými og notkun þess, og nemendur vinna rýmisteikingar og líkön.
    Nemendur vinna allan mögulegan textíl í híbýlum s.s.púða, dúka, rúmteppi, gluggatjöld, listmuni og fl.
    Nemendur eru þjálfaðir í að virkja sköpunarkraftinn í hugmyndir sínar og hönnun.
    HÖTE2HU05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - mismunandi stílum í innanhússhönnun
      - rými og rýmisteikningu
      - hugmyndaöflun og uppsetningu
      - mismunandi tækni í samsetningu verkefna
      - samsetningu mismunandi hráefna
      - framsetningu og frágangi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - skrá hugmyndir sínar
      - gera rýmisteikningar og líkön
      - þekkja liti og gildi þeirra í umhverfi okkar
      - nýta saumtækniaðferðir við verkefnin sín
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - vinna með hugmyndir sínar þannig að hægt sé að útfæra þær
      - meta hvaða efni og form henta við útfærslu á eigin listsköpun
      - búa yfir hæfni til að velja liti og samsetningar út frá lita-og formfræði
      - rökræða útlit og notagildi út frá fagur-og formfræðilegum forsendum
      - skilja ferlið frá hugmynd að fullunnu verki
      - greina mismunandi stíla í híbýlahönnun
      - kynna hugmyndir sínar og verk
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.