Í áfanganum er lögð áhersla á að kynna fyrir nemendum íslenskt réttarkerfi, lagasetningaferlið og hvernig lög verða til. Einnig eru helstu stofnanir réttarkerfisins kynntar og hlutverk þeirra skoðað.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunnatriðum lögfræðinnar - löggjafarvaldinu og hlutverki Alþingis - meginatriðum í íslenskri stjórnskipan - helstu hugtökum sem lúta að réttindum og skyldum þjóðfélagsþegna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- leita í lögum sér til fróðleiks og upplýsinga - geta vísað í lög sér og öðrum til upplýsinga
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- gera sér grein fyrir mikilvægi þrískiptingu ríkisvaldsins - gera sér grein fyrir mikilvægi og hlutverki stjórnsýslulaganna - taka þátt í samræðum um grundvallaratriði réttarkerfisins og hlutverk stofnana - útskýra hlutverk helstu stofnana réttarkerfisins - vera ábyrgur borgari í íslensku réttarríki
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.