Í áfanganum er farið yfir undirstöðuatriði í handritagerð, upptökutækni, klippi og hljóðsetningu.
Kynntar eru ólíkar greinar kvikmynda og helstu stílbrögð þeirra. Nemendur fá leiðbeiningar við að koma hugmyndum á blað og þjálfun í að skrifa og teikna upp einföld kvikmyndahandrit.
Þeir æfa sig að taka upp senur, prófa sig áfram með ólíkan klippistíl og nýta hljóð og tónlist til þess að móta áhrif myndefnisins.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- handritagerð - stílbrögð við kvikmyndun - stafrænni tækni - hvernig sjónarhorn hefur áhrif á merkingu kvikmyndar - hvernig klippistíll breytir merkingu kvikmyndar - hvernig tónlist og hljóð mótar merkingu kvikmyndar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- taka upp einfalda kvikmynd af öryggi - klippa saman einfalda kvikmynd - undirbúa og birta kvikmynd á vef
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna í hóp sem deilir með sér verkum við gerð kvikmyndar - fjalla um og meta eigin verk og annarra á upplýstan og greinargóðan hátt - ræða um þær hugmyndir sem hann er að túlka í verkum sínum - ræða hugmyndir og kvikmyndir annarra á uppbyggilegan hátt - þróa hugmyndir sínar í kvikmynd - nýta kvikmyndun sem miðil til að tjá skoðanir sínar og hugmyndir
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.