Í þessum grunnáfanga í líffræði öðlast nemendur þekkingu á vísindalegri aðferð og fá yfirlit um helstu efni líkamans, frumur, erfðir, samspil lífrænna og ólífrænna þátta í vistkerfum, helstu einkenni lífveruhópa og gagn/skaði sem maðurinn hefur af þeim, og áhrif mannsins á umhverfið. Nemandi öðlast leikni í að undirbúa og skoða smásjársýni, setja fram tilgátur og prófa þær með einföldum tilraunum. Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann fær til að tjá sig um grundvallaratriði líffræðinnar, túlka einfaldar myndir og tengja þekkingu í líffræði við daglegt líf. Verklegar æfingar og verkefni miða að því að virkja nemendur, dýpka þekkingu, auka reynslu og kveikja áhuga á viðfangsefnum líffræðinnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
vísindalegri aðferð
ríkjum lífvera og hvaða gagn og skaða maðurinn hefur af lífverum í mismunandi hópum
áhrifum mannsins á umhverfið og leiðum til sjálfbærni
helstu efnum líkamans
frumukenningunni og uppbyggingu dreifkjarna og heilkjarna frumna
erfðum og möguleikum í erfðatækni
samspil lífrænna og ólífrænna þátta í vistkerfum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
undirbúa smásjársýni og skoða sýni í smásjá
setja fram tilgátur og prófa þær með einföldum tilraunum