Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1550145729.69

    Verkleg þjáflun á vinnustað I
    VÞVM1VA01
    3
    Verkleg þjálfun á vinnustað
    verkleg þjálfun
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Nemendur kynnast störfum í matreiðslu og framreiðslu á vinnustöðum og í atvinnulífi, í hverju störfin eru fólgin og við hvaða aðstæður þau fara fram. Kynnt er fyrir nemendum mikilvægi samskipta við samstarfsfólk og viðskiptavini. Nemendur fá verklega þjálfun í helstu grunnþáttum starfa í matvæla- og ferðagreinum.
    Að hafa lokið grunnskólaprófi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi störfum í matvæla- og ferðagreinum, í hverju þau eru fólgin og hvar þau fara fram
    • fjölbreytni starfa í matvæla- og ferðagreinum
    • hvernig návígi við viðskiptavini er háttað í störfum í matvæla- og ferðagreinum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna við mismunandi störf í matvæla- og ferðagreinum
    • bregðast við þeim kröfum sem gerðar eru til starfa í matvæla- og ferðagreinum
    • umgangast viðskiptavini á faglegan og viðurkenndan hátt
    • annast helstu grunnstörf í matvæla- og ferðagreinum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • takast á við margbreytileg störf í matvæla- og ferðagreinum
    • umgangast viðskiptavini á viðurkenndan hátt
    • vinna við öll grunnstörf er tengjast matvæla- og ferðagreinum og gera sér grein fyrir þeim kröfum sem gerðar eru til starfsmanna