Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1550159229.89

    Klassísk eðlisfræði - grunnur
    EÐLI2GA05
    26
    eðlisfræði
    Eðlisfræði MÁ
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er grunnáfangi í klassískri eðlisfræði. Nemendur æfast í að finna og nota réttu eðlisfræðiverkfærin til að skoða heiminn í kringum sig og skilja hann. Áhersla er á samþættingu reikninga og tilrauna og að nemendur geti kynnt og rökstutt niðurstöður sínar fyrir öðrum á skýran hátt. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð.
    STÆR2MÁ05 (A)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum aflfræðinnar.
    • orkuvarðveislu í lokuðum kerfum.
    • lögmálum Newtons og beitingu þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða umhverfi sitt og beita eðlisfræðilögmálum til að skilja það með því bæði að reikna og framkvæma tilraunir.
    • nota fjölbreytta tækni við tilraunir til að fá skilning á heiminum.
    • miðla niðurstöðum sínum á sem skýrastan hátt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna frumkvæði og beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn eðlisfræðiverkefna.
    • öðlast sjálfstæði í að afla sér þekkingar og finna réttu tækin til að skilja umhverfi sitt og alheiminn.
    • skrá lausnir sínar skipulega, túlka og rökstyðja þær og skiptast á skoðunum um þær við aðra.
    • nýta nútímatækni til þess að öðlast skilning á eðlisfræði og til að miðla þekkingu sinni og niðurstöðum.
    Símat