Í áfanganum er fjallað um innra eftirlit. Áhersla er lögð á gæðikerfi HACCP, verklagsreglur, vinnulýsingar, aðferðir við hreinlætiseftirlit, greiningu áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skipulagningu gæðakerfis
innra eftirliti og tilgangi þess
miklvægi hreinlætiseftirlits
greiningu áhættuþátta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
útfæra verklagsreglu
úbúa vinnulýsingar og gátlista
skrifa verklagsreglur og gátlista sem snúa að gæðakerfi matvælagreina
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina áhættuþætti og greina mikilvæga eftirlitsstaði HACCP
gera flæðirit og áhættugreiningu fyrir helstu matvælaflokka
framfylgja kröfum heilbrigðisyfirvalda hvað varðar matvælaöryggi og minnka kosntað vegna gallaðrar framleiðslu
vinna eftir ákveðnum vinnuferlum við útsendan mat og gæðastöðlum um innra eftirlit (flæðirit o.fl.)
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.