Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1550222738.89

    Íslenska og bókmenntir
    ÍSLE2GA05
    51
    íslenska
    Íslenska MÁ
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    B
    Viðfangsefni áfangans er íslenskt mál og bókmenntir. Nemendur efla markvisst færni sína í lestri og réttritun. Nemendur afla sér heimilda og setja í samhengi við þær bókmenntir sem unnið er með hverju sinni. Sögulegur bakgrunnur er skoðaður þegar það á við og tengdur viðfangsefninu. Nemendur vinna með mismunandi ritstíl og bragarhætti og þjálfast í því að bera kennsl á einkennandi þætti fyrir ákveðin tímabil í bókmenntasögunni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögulegum bakgrunni ritverka og helstu einkennum.
    • ritstíl og bragarháttum.
    • hugtökum sem notuð eru við ritgerðasmíð.
    • notkun heimilda í hvers konar ritun.
    • hagnýtum aðferðum við mat á eigin vinnu og annarra.
    • samhengi máls og menningarsögu.
    • miðlun og kynningu efnis.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa margs konar gerðir texta og beita aðferðum sem við eiga.
    • tjá sig skýrt, munnlega og skriflega um málefni sem hann hefur kynnt sér.
    • setja fram mál sitt í ræðu og riti á skýran og skilmerkilegan hátt.
    • vinna með öðrum nemendum í hóp að gerð ýmiss konar verkefna.
    • meta eigið vinnuframlag sem og annarra.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa ólíkar tegundir bókmennta sér til gagns.
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu.
    • leita sér heimilda og upplýsinga um tiltekið efni og vinna úr þeim á sjálfstæðan og heiðarlegan hátt.
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið.
    Símat