Nemendur vinna með menningu og sögu í tilteknu enskumælandi samfélagi, venjur þar og siði. Unnið með lestur og ritun texta af fjölbreyttri gerð. Nemendur efla grunnorðaforða vísinda og fræða, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Áhersla er á að nemendur byggi ofan á þá þekkingu og leikni sem þeir hafa öðlast í fyrri áföngum.
Enskuáfangi á 2.þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stjórnmála-, fjölmiðla- og vísindaumfjöllun og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun í tilteknu enskumælandi samfélagi.
viðhorfum og gildum sem hafa mótað menningu samfélagsins.
fræðilegum orðaforða í ræðu og riti.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja sérhæfða texta og geta lesið sér til gagns texta sem gera miklar kröfur til lesandans.
átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar.
beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um fræðileg og menningarleg efni.
greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta.
lýsa skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem þeir hafa kynnt sér.