Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1550239741.98

    Norska fyrir sjálfstæðan notanda II
    NORS2NC05
    None
    norska
    menning, skilningur og málnotkun II
    for inspection
    2
    5
    Markmið áfangans er efla nemandann enn frekar í að nota norsku i samskiptum við Norðmenn og aðra Norðurlandabúa sem og að leita sér efnis á norsku í námi, leik og starfi. Allir fjórir færniþættirnir, lestur, ritun, hlustun og tal, eru þjálfaðir markvist auk þess sem nemenda er leiðbeint með notkun orðabóka og annarra hjálpartækja til tungumálanáms á netinu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • norsku tal- og skrifmáli
    • norskri menningu, og tengslum tungumálanna
    • helstu málfræðiatriðum í norsku og nýtt sér það bæði í rituðu og mæltu máli.
    • notkun hjálpargagna s.s. orðabóka og leiðréttingarforrita á netinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa fjölbreytta texta sem tengjast efni áfangans
    • hlusta á norsku og skilja að mestum hluta það sem fram fer
    • tjá sig um valin málefni og geti tekið þátt í samræðum
    • rita texta byggða á efni áfangans og gera orðalag texta að sínu
    • lesa sér til gagns og ánægju texta um margvísleg málefni
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, t.d. fréttir og norska sjónvarpsþætti og nýta sér á mismunandi hátt
    • nýta grundvallaratriði norskrar málfræði í ritun og tali
    • skrifa læsilega texta um ýmis málefni og nýta þann orðaforða sem áfanginn byggir á
    • nota viðeigandi orðalag í samskiptum
    • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    • auka meðvitund um eigin færni í tungumálinu
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.