Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1550755981.37

    Jarðsaga
    JARÐ3JS05
    5
    jarðfræði
    jarðsaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur sögu jarðar, þróun lífríkis og breytingum á landaskipan í tímans rás. Sérstök áhersla er lögð á myndunar- og mótunarsögu Íslands. Sjálfstæð vinnubrögð nemenda endurspeglast í verkefnavinnu þeirra. Helstu efnisatriði eru: * Jarðsaga heimsins * Upphaf lífs og þróun þess á mismunandi jarðsögutímabilum * Náttúruhamfarir og áhrif þeirra á sögu jarðar * Jarðsögutaflan * Upphaf mannsins * Aldursákvarðanir * Jarðsaga Íslands * Ísaldir og orsakir þeirra
    JARÐ2AJ05 eða sambærilegur áfangi á öðru þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • upplýsingum um jarðlög af jarðlagakortum
    • notkun jarðsögutöflunnar
    • áhrifum náttúrhamfara á sögu jarðar
    • lestri gagna um aldursákvarðanir
    • hugmyndum um orsakir ísalda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rekja í meginatriðum þróun lífs á jörðu
    • rekja upphafssögu mannsins
    • teikna þversnið eftir jarðlagakortum
    • nota segulkvarðann
    • reikna einföld dæmi um aldursákvarðanir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja saman hagnýt jarðefni og þá jarðsögu sem leiðir til myndunnar hagnýtra efna
    • túlka jarðlagakort og skýra þá jarðlagauppbyggingu sem fram kemur á þeim
    • rökstyðja tengsl náttúrhamfara og þróunar lífs á jörðu
    • bera saman jarðsögu mismunandi landshluta Íslands
    • vinna sjálfstætt að afmörkuðum verkefnum nemendahópnum til handa
    • vinna í hópi að afmörkuðum verkefnum nemendahópnum til handa
    • tengja jarðlög milli jarðlagasniða
    • fjalla á gagnrýnin hátt um hugmyndir um orsakir ísalda
    Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Leiðsagnarmat/Símat