Í áfanganum eru tekin fyrir helstu líffærakerfi mannsins og grunnlífeðlisfræði þeirra. Fjallað um heilbrigða starfsemi en einnig algengustu frávik (orsakir þeirra og afleiðingar).
LÍFF2FR05 eða sambærilegur áfangi á öðru þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu vefjagerðum
byggingu húðar og þátt í hitatemprun
uppbyggingu og starfsemi helstu líffærakerfa mannsins s.s. meltingar-, hringrásar-, ónæmis-, loftskipta-, þveitis-, tauga-, stoð- og æxlunarkerfis
mismunandi gerðum skynnema og skynfæra
helstu innkirtlum og hormónum þeirra
mataræði; hlutverki vítamína, stein- og snefilefna
algengustu frávik heilbrigðar starfsemi, orsakir og afleiðingar
áhættuþáttum í líferni sem auka líkur á sjúkdómum
kynheilbrigði og getnaðarvörnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugtökum námsefnisins
geta fjallað um heilbrigða starfsemi líffærakerfa
tengja í heild starfsemi líffærakerfa
geta greint frá helstu frávikum frá eðlilegri starfsemi líffærakerfa
skoða frumur og vefi með ljóssmásjá
beita réttum vinnureglum við krufningar og fleiri verklegar æfingar
vinna skýrslur úr verklegu efni
nýta upplýsingatækni við öflun upplýsinga og heimilda við verkefnavinnu
vinna sjálfstæð kynningarverkefni úr námefninu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tengja undirstöðuþekkingu úr fyrri líffræðiáföngum við námsefnið
geta tjáð sig um námefnið og skýrt út starfsemi helstu líffærakerfa
þekkja eigin líkama og gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar heilsu
taka ábyrgð á eigin lífsháttum og heilsu
beita vísindalegum vinnubrögðum innan sem utan kennslustofunnar
takast á við frekara nám í náttúru- og/eða heilbrigðisgreinum
Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Leiðsagnarmat/Símat
.