Í áfanganum er farið í grunnatriði lífrænnar efnafræði. Eiginleikar, bygging og flokkun lífrænna efna eru skoðaðir sem og IUPAC-nafngiftakerfið. Einnig er farið yfir tengi lífrænna sameinda, hendni þeirra og helstu efnahvörf lífrænna efna. Þrír meginflokkar lífefna eru skoðaðir sérstaklega; sykrur, fituefni og prótein. Áhersla er lögð á notagildi fræðanna, tengingu þeirra við daglegt umhverfi nemenda og undirbúning þeirra undir frekara nám.
EFNA2EH05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lögun og tengjum lífrænna sameinda
svigrúmablöndun kolefnis, sp, sp2 og sp3 - svigrúmum
helstu reglum IUPAC-nafnakerfisins
helstu flokkum lífrænna efna, einkennum þeirra og byggingu
helstu efnahvörfum lífrænna efna
hendni lífrænna sameinda
helstu byggingareinkennum og skilgreiningum sykra, lípíða, peptíða, próteina og kjarnsýra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
finna og lýsa sp, sp2 og sp3 svigrúmablöndun kolefnis í mismunandi efnasamböndum
nota flokkun og nafngiftakerfi lífrænna efna
teikna mismunandi rúmísómerur og byggingarísómerur
segja til um hendni sameinda
skrifa og túlka efnahvörf lífrænna efna
afla sér efnafræðilegra upplýsinga frá mismunandi miðlum
beita grunnhugtökum lífrænnar efnafræði á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
beita einföldum efnafræðilegum aðferðum í verklegum æfingum og skrifa skýrslur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leggja mat á áreiðanleika niðurstaðna verklegra æfinga sinna
tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
sjá tengsl mismunandi náttúrufræðigreina og yfirfæra þekkingu milli þeirra
taka þátt í umræðum um efnafræðileg málefni daglegs lífs á ábyrgan og sjálfstæðan hátt
afla sér frekari þekkingar á viðfangsefnum lífrænnar efnafræði
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.