Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1551785285.59

    Grunn forritun og tölvutækni
    FORR2GR05
    18
    forritun
    Grunnur að forritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er yfir sögu tölvutækninnar þ.á.m. forritunarmála. Nemendur kynna sér uppbyggingu og virkni stýrikerfa. Nemendur fá undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálunum Python og Java. Nemendur læra að skrifa hefðbundin forrit sem keyra í textaham. Forritunarmálin eru að miklu leyti á ensku þannig að áfanginn mun leggja áherslu á að auka bæði hagnýtan og faglegan orðaforða nemenda. Einnig verður lögð áhersla á að nýta bæði tölvur, internetið, og leitarvélar.
    UPPD2SM05 (eða sambærilegur inngangsáfangi).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig tölvur virka
    • hvað internetið er og hvernig það virkar
    • grunn hugmyndum um hvað forritunarmál er
    • hvað leitarvél er og hvernig þær virka
    • python forritunarmálinu
    • java forritunarmálinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta tölvur sem verkfæri en ekki leikfang
    • nýta internetið og leitarvélar til gagns
    • nýta sér forritunarmál til gagns
    • skapa forrit með Python forritunarmálinu
    • skapa forrit með Java forritunarmálinu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skapa reikniverk, reiknilíkön, og önnur forrit með því að nýta forritunarmál
    • geta tekið þátt í formlegum og óformlegum samskiptum varðandi tæknitengd málefni
    • geta tekið þátt í formlegum og óformlegum samskiptum varðandi forritun
    • eiga auðvelt með að finna sérhæfðar upplýsingar, skjöl, og gagnabanka á internetinu
    • búa til eigið forrit eða frumgerð að eigin forriti
    Leiðsagnar- og símat sem byggist á verkefnavinnu nemenda