Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1551788813.85

  Enska - Tungumál, tómstundir og líðandi stund
  ENSK2TT05
  64
  enska
  Tungumál, Tómstundir
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér frekari orðaforða og auki almenna þekkingu sína á markmálinu í gegnum áhugamál sín og tómstundir. Í áfanganum verða söngtextar, þættir, meme, og allskyns hlutar poppmenningar nútímans notað til þess að ýta undir tungumálanám.
  Að hafa lokið amk. einum áfanga á 2.þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • áhugamiðuðum hugtökum
  • algengum orðum og orðasamböndum
  • hagnýtri notkun stafrænna tækja
  • fjölbreytileika áhugamála og þarfa einstaklinga og hópa
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota ensku sér til framdráttar
  • nota orðaforða sem tengist áhugamálum sínum og tómstundum
  • beita viðeigandi hjálpargögnum við úrvinnslu verkefna
  • taka þátt í samræðum á markmálinu
  • tjá sig fyrir framan aðra
  • finna og miðla upplýsingum um tómstundir, áhugamál og/eða frístundastarf
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa í og nýta upplýsingar
  • nýta orðaforða markmálsins
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • vinna með fjölbreytt og margvísleg gögn
  • bregðast jákvætt við fjölbreytileika fólks með ólík áhugasvið, ólíkan lífstíl og fjölbreytta virkni
  Námsmat byggir að stærstum hluta á leiðsagnamati . Lögð er áhersla á hagnýt og raunhæf verkefni sem unnin eru ýmist sem einstaklings- eða hópverkefni.