Viðfangsefni áfangans er fjölbreytt. Lögð er áhersla á að nemandi geti nýtt sér námsframboð og námsleiðir skólans á sem árangursríkastan hátt. Það felur í sér að nemandi sé fær um að skoða mismunandi námsleiðir, læri árangursríkar aðferðir við nám í framhaldsskóla, geri sér grein fyrir námskröfum skólans og aðlagist nýju skólastigi og skólaumhverfi. Nemendur fá einnig fræðslu í ýmis konar málefnum sem snúa að því að efla þá í umræðum og vitund um málefni sem taka þarf til greina, bæði í skólasamfélaginu og hinu borgaralega.
Engar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
námsframboði og námsleiðum sem leiða til mismunandi útgönguleiða
námstækni og mikilvægi markmiðasetninga
gildum skólans, hæfni, ábyrgð, virðing, vellíðan
gildi heilbrigðs lífstíls
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota námsaðferðir sem skila árangri
setja sér markmið sem námsmaður og einstaklingur
skoða námsframboð og námsleiðir
nýta sér upplýsingar um forvarnir og heilsueflingu
bera virðingu fyrir sjálfum sér
sýna umburðalyndi, samhygð og virðingu fyrir öðrum
taka þátt í jafnréttisumræðu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bæta eigin vinnubrögð og samstarf við aðra
taka ábyrgð á eigin námi
nýta styrkleika sína sem best
auka færni sína í mannlegum samskiptum
bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum og viðhorfum
Mætingar nemenda segja til um hvort áfanginn sé staðinn eða ekki.