Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1551911328.23

    Nýnemafræðsla og velferð
    LÍFS1NF01
    92
    lífsleikni
    Nýnemafræðsla, forvarnir, lífsleikni, námstækni
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Nemandinn tekur þennan áfanga við upphaf sinnar framhaldsskólagöngu. Nemendur munu fá kynningu á ýmsu sem ætlað er að styðja við þá í leik og starfi, ásamt því að vekja þá til vitundar um mikilvægi hamingju og velfarnaðar í lífinu. Lífsleiknikennari, umsjónarkennarar og námsráðgjafar kenna tímana til skiptist en einnig koma nokkrir gestir í heimsókn. Sameiginlegt markmið þeirra sem sjá um tímana er að efla vellíðan, velgengni og velferð nemandans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi velferðar og hamingju
    • gildi heilbrigðs lífernis
    • gildum skólans; hæfni, ábyrgð, virðing, vellíðan
    • mikilvægi þess að leggja rækt við hugann
    • mikilvægi þess að hafa trú á eigin getu og setja sér markmið
    • styrkleikaþjálfun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tileinka sér jákvæða hugsun og vera meðvitaður um gildi jákvæðra tilfinninga
    • að nýta sér upplýsingar um forvarnir og heilsueflingu
    • að setja sér markmið sem einstaklingur
    • að sýna umburðarlyndi, samhygð og bera virðingu fyrir öðrum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera ábyrgð á eigin velferð og farsæld – að blómstra
    • nýta styrkleika sína sem best
    • auka færni sína í mannlegum samskiptum
    • bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum, tilfinningum og viðhorfum
    • bera virðingu fyrir sjálfum sér og tilfinningum sínum
    • rækta sjálfan sig t.d. með því að tileinka sér núvitund og hugleiðslu
    Engin próf eru í áfanganum en ýmis verkefni eru unnin í tengslum við námsefnið. Mætingar og þátttaka nemenda í tímum segja til um hvort áfanginn sé staðinn eða fallinn. Mætingarskylda er í áfangann.