Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1552467033.06

    Flóttamenn
    FÉLA2FL05
    39
    félagsfræði
    Flóttamenn-orsakir og afleiðingar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Viðfangsefni áfangans er sögulegar og félagslegar orsakir flóttamannastraumsins í heiminum, aðallega til Evrópu. Skoðuð er saga flóttamanna og leið þeirra frá heimalandinu rannsökuð. Í áfanganum er einnig velt upp ýmsum álitamálum og skoðað hvernig hægt er að aðstoða flóttamenn við að aðlagast, hver viðhorf heimamanna eru til flóttamanna og hvernig hægt er að upplýsa um stöðu og aðstæður flóttafólks og ástæður fólksflótta.
    FÉLA2BY05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • -orsökum flóttamannastraums, aðallega til Evrópu
      - uppruna flóttamanna
      - leið flóttamanna til Evrópu
      - tölulegum upplýsingum um flóttamenn og ferðir þeirra
      - þeim hættum sem hafa mætt þeim á leiðinni
      - þeim vanda sem flóttamannastraumurin skapar í Evrópu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - vinna með upplýsingar af netinu um flóttamenn
      - vinna stafrænt upplýsingaefni fyrir flóttamenn
      - afla sér traustra upplýsinga um flóttamannavandann
      - skrá sögur flóttamanna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - meta trúverðugleika frétta um flóttamenn
      - setja sig í spor flóttamanna og skilja aðstæður þeirra
      - ræða stöðu flóttamanna við aðra af þekkingu og skilningi
      - aðstoða flóttamenn við að aðlagast
      - leggja drög að efni sem hjálpar flóttafólki við að aðlagast
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.