Undirbúningur fyrir starfsþjálfun í hestamennsku, seinni hluti
VINU3SH02
1
Vinnuferlar og verklag
Undirbúningur fyrir starfsþjálfun í hestamennsku, seinni hluti
Samþykkt af skóla
3
2
Meginviðfangsefni áfangans er að undirbúa nemendur fyrir starfsþjálfunaráfangann VINH3SH10. Nemendum er kennt af fylla út vinnuskýrslur um unna verkþætti, fylla út gátlista um beitarástand lands og taminga- og þjálfunarástand hesta. Einnig er farið í gerð þjálfunaráætlana og mikilvægi markmiðasetningar, ásamt gerð dagbókar. Farið er yfir fjölbreyttar tamningar- og þjálfunaraðferðir.
HEST2GÞ05, REIM2GÞ05, FÓHE1GR03, VINU2FH02
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu verkþáttum starfsnema á starfsnámsstað
viðteknum starfsaðferðum og vinnulagi sem nýst getur í hestamennsku
starfs- og ábyrgðarsviði starfsnema á starfsnámsstað
hirðingu og fóðrun hrossa
mismunandi vinnuaðferðum, nálgun við þjálfun hesta
mati á andlegu og líkamlegu heilbrigði hrossa
grunnþjálfun hesta, hringteymingum og vinnu við hönd
markvissum vinnubrögðum
helstu þjálfunaraðferðum
kostum og göllum mismunandi vinnuaðferða
mati á tamningu og þjálfunarstigi hrossa.
mati á beitilandi fyrir hross.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leggja rétt mat á einfaldar aðstæður og taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verklag á vinnustað.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fylgja leiðbeinandi verklagsreglum á vinnustað
Mæta þarf í alla hluta áfangans til að standast hann.