Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1552570523.91

  Mælitækni og mælitæki
  MMÆL4MS03(BA)
  3
  Mælitækni og mælitæki
  Mælitækni og mælitæki
  Samþykkt af skóla
  4
  3
  AV
  Fjalla skal um uppbyggingu hallamælis, sjónhornamælis, (þeódólíts, theodolits) og rafeinda- og leysigeislastýrðra mælitækja og notkunarmöguleikar þessara tækja sýndir. Farið er í hnita- og kótaútreikninga og úttekt á mæliblöðum. Hæðarmæling og prófun tækja, leiðrétting, skráning gagna og hæðarkótareikningur. Kynning á ýmsum mælitækjum og mæliaðferðum. Verklegar mælingar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi réttra stillinga á þeim búnaði sem notaður er við landmælingar.
  • helstu mælitækjum sem notuð eru í byggingariðnaði.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • notkun mælitækja við staðsetningu mannvirkja.
  • skráningu gagna.
  • hæðarmælingum og prófun tækja.
  • hnita- og kótaútreikningum og úttektum á mæliblöðum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera landmælingar og mæla út staðsetningu bygginga.
  • beita helstu mælitækjum sem notuð eru í byggingariðnaði.
  • skrá gögn og reikna út hnit.
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá .