Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1553336537.59

    Tónlist 2 - sérnámsbraut
    TÓNS1TS01
    4
    Tónlist á sérnámsbraut
    Tónlistarsköpun
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Áfanginn fjallar um tónlist, um hljóð, hrynjanda, laglínu og samhljóm, sem þroskandi og uppbyggjandi þátt í lífinu fyrir einstaklinginn og hópinn í heild. Nemendur æfa lög saman til að efla samvinnu og samkennd. Einstaklingurinn þjálfast í að hlusta á og heyra mismunandi tegundir tónlistar og skilja þá mismundi hluta sem byggja upp lag með því að spila þau. Hópurinn æfir lög saman og finnur leið til þess að allir meðlimir hópsins njóti sín sem best. Notuð eru ýmis hljóðfæri sem til eru á sérnámsbraut.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi formum tónlistar
    • uppbyggingu laga
    • samspili og samvinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • samspili á útvöldum lögum
    • hlusta og heyra tónlist
    • samvinnu innan hópsins
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • spila valin lög með hópnum
    • standa að tónleikum þar sem hann miðlar listrænum styrk sínum
    • samvinnu svo allir í hópnum nýti hæfileika sína til hins ítrasta
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina.