Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1553337386.57

  Tónlist 5 - sérnámsbraut
  TÓNS1TT01
  11
  Tónlist á sérnámsbraut
  Tónlist og tónlistarsköpun
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Unnið er út frá þekkingu, leikni, hæfni og þörfum einstaklings hverju sinni. Áhersla er lögð á að kynna tónlist á sem fjölbreyttastan hátt (lifandi tónlist, söngur, heimildarmyndir, internetið og hugsanlega vettvangsferðir). Nemendur fá kynningu á ólíkum tónlistarstefnum, s.s. klassík, blús, rokki , poppi o.fl. Nemendur fá fræðslu um uppbyggingu laga og fá í framhaldinu tækifæri til að búa til eigin tónlist. Við tónlistarsköpunina verða möguleikar tölvutækninnar notaðir og nemendur kynnast ýmsum forritum sem ætluð eru til tónlistarvinnslu.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • að tónlist getur verið mjög fjölbreytt.
  • mismunandi stílum tónlistar, t.d.jazz, blús, reggae, rokk og klassík.
  • ólíkum gerðum hljóðfæra.
  • að hægt er að búa til lag í hljóðbútaforriti.
  • grunnaðgerðum tónlistarforrita.
  • stórum nöfnum í tónlistarbransanum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta sér fjölbreytileika tónlistar til að auka lífsgæði sín.
  • nota mismunandi leiðir eins og forrit, netið eða hljóðfæri til að búa til lag eða leika það.
  • hlusta á tónlist og segja til um tegund tónlistar og hvaða hljóðfæri eru notuð.
  • nefna tónlistarmenn eða hljómsveitir þegar hann heyrir lög þeirra.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • bera kennsl á mismunandi tegundir tónlistar, metið með skriflegu prófi í lok annar.
  • taka þátt í vinnu í tónlistarforritum . Þetta er metið með verklegum æfingum.
  • segja til um hvað helstu hljóðfæri heita. Metið með skriflegu prófi.
  • finna þá tónlist sem hann hefur áhuga á að nýta sér hverju sinni. Metið með verklegum æfingum.
  • taka þátt í söng sem metið er með verklegum æfingum.
  Mæting, virkni, verkefni, verkleg og skrifleg próf (einstaklingsbundið).