Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1555066126.26

    Kína – tungumál og saga
    KÍNA2TS05
    1
    kínversk fræði
    tungumál og saga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er farið í grunnatriði mandarín kínversku með áherslu á algengustu tákn kínverskunnar, ritun þeirra ásamt tónlegri uppbyggingu tungumálsins og einföldum orðaforða daglegs lífs.
    Einnig kynnast nemendur sögu Kína frá fornöld til okkar tíma. Þar verður farið yfir samskipti Kína við nágrannaþjóðir, konungsættirnar, kynni Kínverja af Evrópumönnum, menningarbyltinguna o.fl.
    Nemendur fá þjálfun í að fletta upp kínverskum táknum í orðabókum og að nýta upplýsingatækni á hagnýtan hátt. Farið verður yfir nokkur atriði kínverskrar menningar og skoðaður munurinn á tungumáli og menningu í Hong Kong, Taívan, Kína og Macau.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - undirstöðu atriðum í mandarín kínversku
      - kínversku ritmáli
      - algengustu táknum kínversku
      - helstu atriðum kínverskrar menningar
      - muninum á tungumáli og menningu í Hong Kong, Taívan, Kína og Macau
      - helstu atburðum í sögu Kína
      - helstu straumhvörf í sögu kínverskra stjórnvalda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - færa rök fyrir máli sínu
      - lýsa aðstæðum á tilteknum tíma og rekja í stórum dráttum atburðarás í sögu Kína
      - skýra helstu viðburði tímabilsins
      - greina á milli á staðreynda og túlkunar
      - flytja af nokkru öryggi endursagnir, kynningar og lýsingar á tilteknum málefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - kynna fræðilegt efni á viðeigandi hátt
      - draga sjálfur ályktanir
      - færa rök fyrir niðurstöðum
      - greina orsök og afleiðingu
      - tengja atburði heimssögunnar við okkar tíma
      - gera grein fyrir kunnáttu sinni í skýru og samfelldu máli
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.