Í áfanganum er fjallað um hagfræði sem fræðigrein. Lögð er áhersla á meginviðfangsefni hagfræðinnar og grunnhugtök fræðanna. Fjallað erum grunneiningar og tegundir hagkerfa og umsvif hins opinbera. Einng er farið yfir helstu kenningar og strauma og stefnur innan hagfræðinnar, ásamt kynningu á hagfræðilíkönum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvelli hagfræðinnar sem fræðigreinar
meginviðfangsefnum hagfræðinnar
mismunandi tegundum hagkerfa
grunneiningum hagkerfisins og umsvifum hins opinbera
helstu straumum í kenningum hagfræðinnar
skiptingu hagfræðinnar í þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði
þeim stofnunum sem stjórna stýritækjum hagkerfisins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita algengustu hugtökum hagfræðinnar á skýran og skilmerkilegan máta
taka þátt í einföldum umræðum um hagfræðileg málefni
nýta sér þekkingu sína við lestur á einföldum hagfræðilegum texta
beita hagfræðilegum grunnhugtökum og þeim orðaforða sem notaður er í hagfræði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir grunnatriðum hagkerfisins
tjá skoðanir sínar á skýran og skilmerkilegan hátt
gera sér grein fyrir samspili hagfræðinnar í samfélaginu
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og er í samræmi við skólanámskrá.