Áfanginn er fimmti áfangi. Nemendur fást áfram við útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem nýtast þeim í daglegu lífi. Þeir vinna einstaklingsmiðað eftir getu hvers og eins að fjölbreyttum verkefnum. Viðfangsefnin eru tölur, talnafræði, samlagning, frádráttur, margföldun, deiling, almenn brot, rúmfræði, prósentur, klukkan og peningar. Lögð er áhersla á verðútreikninga, verðsamanburð, verðgildi, að nýta vasareikni við útreikninga. Nýjar reikniaðgerðir bætast við, einfaldur prósentureikningur og rúmfræði. Lykilhugtök áfangans: Grunnhugtök, peningar, verðgildi, talnagildi, rúmmál, almenn brot, tugabrot, prósentureikningur, rúmfræði.