Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1556535013.44

    Stærðfræði daglegs lífs, prósentureikningur og rúmfræði
    STÆR1SP03
    122
    stærðfræði
    prósentureikningur, rúmfræði, stærðfræðileg hugtök, Útreikningar
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Áfanginn er fimmti áfangi. Nemendur fást áfram við útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem nýtast þeim í daglegu lífi. Þeir vinna einstaklingsmiðað eftir getu hvers og eins að fjölbreyttum verkefnum. Viðfangsefnin eru tölur, talnafræði, samlagning, frádráttur, margföldun, deiling, almenn brot, rúmfræði, prósentur, klukkan og peningar. Lögð er áhersla á verðútreikninga, verðsamanburð, verðgildi, að nýta vasareikni við útreikninga. Nýjar reikniaðgerðir bætast við, einfaldur prósentureikningur og rúmfræði. Lykilhugtök áfangans: Grunnhugtök, peningar, verðgildi, talnagildi, rúmmál, almenn brot, tugabrot, prósentureikningur, rúmfræði.
    Einstaklingsmiðað nám, STÆR1SA03, STÆR1SC03, STÆR1SE03, STÆR1SO03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunn reikniaðferðum
    • meðferð hjálpartækja, vasareiknis og síma
    • metrakerfinu
    • flatarmáli
    • tíma, tímabili og klukku
    • einföldum prósentureikningi
    • kaupum og verðútreikningi
    • meðferð peninga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunn reikniaðferðum
    • mæla fjarlægðir og þyngd
    • reikna flatarmál ferhyrnings, hrings, þríhyrnings
    • fara með peninga
    • nota klukku og reikna tímabil
    • reikna hluta miðað við prósentur
    • nota hjálpartæki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja fram tölulegar upplýsingar
    • lesa umhverfi sitt í tölulegu samhengi
    • nýta þau hjálpartæki sem bjóðast við stærðfræði daglegs lífs
    • tileinka sér ábyrgð í fjármálum
    Ástundun, símat og prófverkefni