Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1556807051.67

    Kvikmyndafræði
    KFRT2KF05(MA)
    5
    Kvikmyndafræði
    Kvikmyndafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Í áfanganum er stiklað á stóru í 100 ára þróun kvikmyndarinnar sem afþreyingarmiðils þar sem lögð er áhersla á þróun í frásagnarhætti miðilsins. Frá frumstæðri myndatöku handsnúinna svart hvíta myndbúta yfir í stafrænan samruna veruleika og sýndarveruleika nútímans. Þróun aðferða frá einföldum myndskeiðum yfir í samsetningu atburðarrásar á klippiborðinu er skoðuð sem og hljóðvinnsla, áhrifahljóð, lýsing, beiting myndavélar í frásögn yfir í ímyndaðan heim stafrænnar tækni. Nemendur horfa á kvikmyndir eða kvikmyndabúta sem eru vörður í þessari þróun. Nemendur lesa sér til um þróunina og leysa verkefni sem tengist þeim kvikmyndum sem þeir horfa á. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun kvikmyndarinnar sem frásagnarforms
    • þróun á einstökum þáttum kvikmyndarinnar sem mynda þá heild sem kvikmyndin er
    • mikilvægum hugtökum greinarinnar
    • grunnaðferðum í greiningu kvikmynda
    • frásagnarhætti kvikmynda og samspili þeirra eininga sem mynda þær
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • endursegja og skýra kvikmyndafræðilegan texta
    • greina í sundur og skýra hina ólíku þætti sem standa að kvikmynd s.s. hljóð, klippingu og beitingu myndavélarinnar í frásögn
    • skilja hvernig þessir sömu þættir vinna saman að frásögninni og stýra upplifun áhorfandans
    • skilja hvað gerir góða kvikmynd að góðri kvikmynd
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina upp kvikmyndina og njóta handverksins sem hún er
    • skilja þá þætti sem standa að kvikmynd og hvað gerir góða kvikmynd að góðri kvikmynd
    • njóta hins skapandi framlags sem stendur að kvikmyndinni og gert upplifun hans ríkari en svo að einungis sé um afþreyingu sé að ræða
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.