Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1557143686.23

    Grunnteikning II
    GRTE1FB05
    8
    grunnteikning
    grunnteikning 2
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist áframhaldandi almenna þekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í þrjá meginþætti: flatarteikningu, fallmyndun og yfirborðsútflatninga og fríhendisteikningu. Í áfanganum er gert ráð fyrir að nemendur öðlist frekari færni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, þjálfist í lestri og gerð vinnu-teikninga, fríhendisrissteikninga, gerð flatarmynda og útflatninga. Áfanginn er undirbúningur fyrir fagbundið nám í teiknifræðum.
    GRTE1FA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum í flatarteikningu
    • undirstöðuatriðum rúmteikningar með tilliti til mismunandi sjónarhorna, raunstærða og útflatningsmynda
    • undirstöðuaðtriðum fríhendisteikningar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna rúmmyndir og útflatninga
    • notkun teikniáhalda
    • að skipta línum og hornum með bogaskurði
    • teikna einföld flatarfræðileg form og einfaldar tvívíðar myndir með teikni- og mæliáhöldum
    • teikna hornréttar fallmyndir ásamt sneiðskorningum af reglulegum rúmfræðilegum frumformum
    • fá fram raunstærðir á línum og flötum
    • teikna yfirborð útflatningsmynda af reglulegum rúmfræðilegum formum.
    • teikna fríhendis tvívíðar útlínumyndir með sjón- og blýantsmælingum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa vinnuteikningar
    • greina raunstærðir og teikna útflatningsmyndir
    • efla formskyn sitt
    • búa til einfaldar teikningar með hjálp teikniáhalda
    • teikna fríhendis einfaldar hjálparmyndir í vinnu og námi
    • leggja stund á fagbundið teikninám eða annað fagnám
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá