Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1557227406.71

    Eldri málningaraðferðir
    ELMA3MA03(AB)
    1
    Eldri málningaraðferðir
    Eldri málningaraðferðir
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    AB
    Í áfanganum fá nemendur kynningu á eldri málningaraðferðum og málningarefnum sem notuð eru við endurgerð og varðveislu gamalla bygginga og innanstokksmuna. Þeir læra um þróun málningarefna, aðferða og áhalda í gegnum tíðina og kynnast lögum og reglum sem gilda um friðuð hús hér á landi. Gerð er grein fyrir helstu málningarefnum fyrri tíma s.s. límfarva, línolíu‐, kalk‐ og temperamálningu, uppbyggingu þeirra, eiginleikum og notkun. Í framhaldi af því er fjallað um málun marmara‐ og viðarlíkinga og vinna nemendur einföld verkefni á því sviði. Skoðaðar eru gamlar og uppgerðar byggingar en kennsla í áfanganum byggist einkum á verklegum æfingum með viðkomandi efnum þar sem komið er inn á allt ferlið frá því að málningin verður til og þangað til hún er borin á.
    Æskilegt er að nemendur taki þennan áfanga á lokaönn námsins.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingarsögulegu gildi húsa og mannvirkja.
    • lögum og reglugerðum um húsafriðun og breytingar á húsum.
    • byggingarsögu tré‐ og steinhúsa á Íslandi.
    • reglum um öryggi og öryggisbúnað við málun eldri húsa.
    • lita‐ og efnisvali við málun eldri timburhúsa.
    • málningarefnum sem tilheyra eldri húsum.
    • helstu litum sem notaðir voru á hverjum tíma.
    • sérhæfðum verkfærum til að mála marmara‐ og viðarlíkingar.
    • viðarfræði algengustu trjátegunda sem líkt er eftir.
    • skyggingum og speglunartækni í marmara‐ og viðarlíkingum.
    • algengustu litarefnum í eldri húsum og uppruna þeirra.
    • grunnatriðum við málun marmara‐ og viðarlíkinga.
    • helstu marmarategundum sem líkt er eftir í eldri byggingum.
    • efnisvali og vinnsluaðferðum við málun einstakra marmara‐ og viðarlíkinga.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • mála einfaldar marmara‐ og viðarlíkingar í samræmi við hefðir.
    • beita viðeigandi umhirðu og viðhaldi pensla og verkfæra sem notuð eru til að mála marmara‐ og viðarlíkingar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta afleiðingar mismunandi lausna fyrir varðveislugildi.
    • velja, og eftir atvikum laga, grunnefni með hliðsjón af verkefni.
    Verkefnabundið símat