Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1557245782.07

  Lyfjafræði
  EFNA3LY05
  34
  efnafræði
  Lyfjafræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanganum er ætlað að veita ákveðna innsýn í hvernig læknar og aðrar heilbrigðisstéttir nota lyf til lækninga. Fjallað er um hvernig frumur bregðast við lyfjum og hvaða áhrif lyf hafa á stýrikerfi fruma. Farið er yfir skilgreiningar sem tengjast öllum lyfjum eins og dreifingu þeirra, frásog og útskilnað þeirra ásamt lyfjaformum. Fjallað er um helstu lyfjaflokka, verkun þeirra og aukaverkanir.
  EFNA1AA05 og EFNA2AB05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu skilgreiningum um lyfjafræði
  • hugtökum eins og lyfjagjöf, frásogi, dreifingu, útskilnaði og aukaverkunum lyfja
  • helstu lyfjaformum, kostum þeirra og göllum
  • umgjörð lyfjamála á Íslandi og víðar
  • verkunarsviði og gerð sýkla- og verkjalyfja auk annarra algengra lyfjaflokka
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • átta sig á lagaumhverfi lyfjafræðinnar
  • gera samhæfðri lyfjafræði góð skil
  • þekkja sérhæfða lyfjafræði algengra lyfjaflokka
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna skilning á verkun tiltekinna lyfja með tilliti til verkunarmáta þeirra
  • miðla upplýsingum um helstu lyfjaflokka til annarra
  • átta sig á tengslum aukaverkana lyfja við verkun þeirra
  • stunda áframhaldandi nám í lyfjafræði og þeim greinum heilbrigðisvísinda þar sem lyfjafræði kemur við sögu
  Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.